UM
Trausti Baldursson
Það helsta.
Fæddur í Hafnarfirði og menntaður cand scient í sameindalíffræði / líffræðingur frá Odense Universitet í Danmörku árið 1993.
Eftir nám starfaði ég um tíma við krabbameinsrannsóknir á Landspítalanum en hef starfað við náttúruvernd síðustu tæp 30 árin fyrir Náttúruverndarráð, Náttúruvernd ríkisins, Umhverfisstofnun (stofnanabreytingar) og Náttúrufræðistofnun Íslands. Hef mest unnið með mál sem tengjast vernd líffræðilegrar fjölbreytni en annars allt frá landvörslu til friðlýsinga. Hef tekið þátt í fjöbreyttu alþjóðlegu samstarfi bæði sem fulltrúi Íslands og fyrrgreindra stofnana m.a. undir merkjum Bernarsamningsins, Norðurskautsráðsins og Norræns samstarfs auk Ramsarsamningsins.
Var forstöðumaður vistfræði- og ráðgjafardeildar Náttúrufræðistofnunar Íslands til ársins 2021. Helstu störf hjá Náttúrufræðistofnun fólust í umsjón og ábyrgð á umsögnum og álitsgerðum stofnunarinnar, umsjón með alþjóðamálum og náttúruminjaskrá auk þess að vera yfrmaður ráðgjafaverkefna / útseldrar vinnu.
Hef setið í fjölda nefnda og starfshópa fyrir hönd framangreindra stofnana. Má hér nefna nefnd um Hvítbók í náttúruvernd, undirbúningur að gerð nýrra náttúruverndarlaga, fagráð náttúruminjaskrár, Breiðafjarðarnefnd, Erfðanefnd landbúnaðarins, ráðgjafanefnd um erfðabreyttar lífverur og starfshóp um áhrif loftslagsbreytinga á lífríki Íslands.
Hef setið í stjórn FÍN, Félags íslenskra náttúrufræðinga, í ríflega tuttugu ár, starfað í pólitík um árabil og setið í ýmsum nefndum Hafnarfjarðarbæjar, síðast skipulags- og byggingarráði.
Starfaði í 10 ár sem verkamaður frá 17 ára aldri. Útskrifaðist ekki með neina gráðu en skilning á ýmsu sem gott var að fara ekki á mis við.
Er nú sjálfstætt starfandi ráðgjafi í náttúru- og umhverfisvernd og eigandi fyrirtækisins Kvik-Náttúra ehf. Um annað er vísað til þess er birtist á þessari heimasíðu.
About
Born in Hafnarfjordur Iceland and graduated as cand scient in molecular biology / biology from Odense University in Denmark in 1993, now University of Southern Denmark.
Worked with cancer research at LSH, The National University Hospital of Iceland, but for the last almost 30 years I have worked with nature conservation and natural history, among other things as director of Ecology- and Consultancy Department at the Icelandic Institute of Natural History. I have mostly worked with biodiversity protection but over the years with anything from rangers to protection of sites. I have participated in diverse international cooperation connected to e.g. the Bern convention, Arctic Council, Nordic Council and the Ramsar convention.
I worked as labourer for 10 years from the age of seventeen. Didn´t get any degree but understanding of many things I wouldn´t have missed.
I am now an independent consultant for my own consulting service Kvik-Náttúra ehf – Life Nature.
Then there is everything else.
ýmis málefni / articles
kristalsnótt, dag og nótt, í gaza-witz
Inngangur Nú er svo komið að fullvissa er fyrir því að meirihluti gyðinga í Ísrael hefur lært ýmislegt af böðlum sínum, nasistum. Allt frá lokum seinni heimsstyrjaldar hafa þjóðir heims heyrt af og séð sannleikan um hversu illa var komið fram við gyðinga í Þýskalandi...
Frumvarp til laga um vindorku – Umsögn 23. janúar 2024
Samráðsgátt - Mál nr. S-1/2024 Hafnarfjörður 23. janúar 2024 /TB Efni: Frumvarp til laga um vindorku Vísað er til máls nr. S-1/2024 í samráðsgátt stjórnvalda þar sem gefinn er kostur á að veita umsögn um drög að frumvarpi til laga um vindorku. Hér fyrir neðan...
Skógrækt án fyrirhyggju
Í Fréttablaðinu 8. desember síðastliðinn er viðtal við Þröst Eysteinsson skógræktarstjóra um að skógrækt muni sjöfaldast á næstu árum. Aðalástæða þess er að fyrirtæki og einkaaðilar þurfi að kolefnisjafna sig og sitt. Ennfremur segir aðstjórnvöld muni stórauka...
itsuart
Kvik-Náttúra ehf
Er í eigu Trausta Baldurssonar og Gunnhildar Pálsdóttur. Starfsemi fyrirtækisins er fyrst og fremst hugsuð sem ráðgjafaþjónusta á sviði náttúru- og umhverfismála s.s. í tengslum við skipulagsmál og mat á umhverfisáhrifum með áherslu á náttúruvernd og náttúrufræði. Í ráðgjöfinni getur einnig falist ráðgjöf um rannsóknir og sömuleiðs um gerð fræðsluefnis/kynningarefnis.
Kvik-Náttúra er stofnað í framhaldi af Kvik ehf. sem var í eigu Páls Steingrímssonar kvikmyndagerðarmans sem lést árið 2016 en eftir hann liggja fjölmargar heimildarmyndir um náttúru Íslands og manninn í tengslum við hana.