Gunnhildur Pálsdóttir

Um / About

Gunnhildur fæddist í Vestmannaeyjum og ólst þar upp þar til hún flutti til Reykjavíkur árið 1969 til að stunda nám við Myndlista- og handíðaskólann og lauk hún þar námi árið 1973. Síðar lauk hún námi við keramikdeild Kunsthandværkerskolen i Kolding í Danmörku en þar var hún á árunum 1989-1992. Gunnhildur / Hildur hefur verið myndlistakennari alla sína starfsævi að undanskildum árunum í Danmörku. Myndir Gunnhildar eru fyrst og fremst fígúratíf verk. Oftast með manninn / konuna í forgrunni í samspili við liti og náttúruna þar sem sagðar eru augnablikssögur lífsins.

Gunnhildur is born in Westman Islands and lived there until she moved to Reykjavík in 1969 to study at the Icelandic College of Art and Crafs. She graduated from the College in 1973. Later, 1989-1992, she studied and graduated from the ceramic division of the Design School Kolding in Denmark. Gunnhildur / Hildur has been teacher of art most of her working life. Her paintings are first and formost figurative works with the man / woman in the foreground in interaction with nature and telling micro-stories of life.